Tilgangur
Stofnun GME

Styrktarélagið stofnað
Stjórnin—
Bjarndís Helga Blöndal
Hólmfríður Anna Baldursdóttir
Ingunn Sif Höskuldsdóttir
Kolbrún Tómasdóttir
Kolbrún Ýr Einarsdóttir
Pálína Georgsdóttir
Sigríður Vala Halldórsdóttir
Sigrún Kristínar Valsdóttir
Svandís Edda Gunnarsdóttir
Starfsfólk—
Guðrún Þóra
Þórunn Pálsdóttir
Verkefni—
Hér eru nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem Gleym mér ei hefur komið að.
Mminningarkassar
Spörkin Telja
Árið 2019 var búið til fræðsluefni um minnkaðar fósturhreyfingar sem Gleym-mér-ei stóð fyrir í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, Heilsugæsluna og Landspítalann með stuðningi frá Heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu.
Spörkin Telja bæklingur smellið HÉR
AÐ VERÐA FORELDRI
Árið 2022 var búið til fræðsluefni um verðandi foreldra.
Að Verða Foreldri bæklingur smellið HÉR
Þegar gleði breytist í sorg
Endurútgáfa á bæklingum ,,Þegar gleði breytist í sorg” í samvinnu við Landspítala Háskólasjúkrahús, árið 2020
,,Við vitum að sorgarferlið tekur lengri tíma en sem nemur þeim fáeinu dögum sem þú og maki þinn eruð í umsjá okkar sem störfum á kvennadeildum Landspítalans. Við vitum að í hönd fer erfiður tími þar sem þið, hvert og eitt, þurfið að takast á við sorg og sárar tilfinningar.
Það er einlæg von okkar að þessi bæklingur nýtist ykkur á þeirri vegferð sem þið eruð nú á, að hann verði ykkur stuðningur og leiðarvísir í sorg ykkar og söknuði. Það er enginn sem getur bægt frá ykkur þeirri sorg sem þið finnið fyrir. Bæklingurinn og sögur þeirra foreldra sem hér fylgja geta þó vonandi leitt huga ykkar að því að þið standið ekki ein. Það eru margir sem bæði geta veitt og vilja veita ykkur aðstoð við þessar erfiðu aðstæður”. (Úr bæklingum ,,Þegar gleði breytist í sorg”).
Lítið ljós
Kristínarstofa
Myndavélar
Sorgarmiðstöð
Föt
Barnavagn og burðarrúm
Árið 2018 gaf Gleym-mér-ei Landspítalanum barnavagn og burðarrúm að gjöf.
Árið 2021 gaf Gleym-mér-ei Landspítalanum tvö rúm.
Gjafir
Duftreitur fyrir fóstur
Félagið hefur staðið að endurbótum á duftreit fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði og hefur sú vinna staðið síðan árið 2013. Þeirru vinnu var lokið árið 2017, en hönnuður breytinganna er Kristín María Sigþórsdóttir.
Þann 3. mars 2017 færði Gleym mér ei Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans tvær fallegar bækur með myndum af duftreitnum fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði. Ljósmyndirnar tók Silja Rut Thorlacius sem einnig hannaði bókina.
Kælivöggur
Sumarið 2018 gaf Gleym-mér ei útfarastofu Kirkjugarðanna kælivöggu. Það er dýrmætt fyrir foreldra að hafa þann valkost að geta farið með barnið heim, fengið til sín nánustu aðstandendur og átt kveðjustund heima.
Í október 2014 færði Gleym mér ei styrkarfélag Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi kælivöggur fyrir andvana fædd börn og lagði fjöldi fólks málefninu lið. Minningarsjóður Magnúsar Brynjars Guðjónssonar gaf kælivögguna sem fór á FSA.
Englaforeldrar á Akranesi tóku þátt í söfnun fyrir kælivöggu sem gefin var á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Minningarkassi
Gleym mér ei gefur foreldrum sem missa börn á meðgöngu
minningarkassa til þess að taka með sér heim.
Í september 2016 færði Gleym mér ei styrktarfélag Fæðingarvakt og Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans 11 öskjur til að gera fótspor/handaför af andvana fæddum börnum. Foreldarar fá afhendar öskjurnar til minningar.
Lín í kælivöggu
Landspítalinn gaf sérsaumað áklæði í kælivöggur á Landspítala, Akureyri og Akranes.
Lín Design gaf fallegan sængurfatnað í kælivöggur.