Tilgangur

Gleym mér ei er styrktarfélag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu.  Tilgangur félagsins er að halda utan um styrktarsjóð sem er notaður til að styrkja málefni tengt missi barna þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningunni.

Stofnun GME

Anna Lísa Björnsdóttir, Þórunn Pálsdóttir og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir stofnuðu Gleym mér ei haustið 2013. Sameiginleg reynsla þeirra af missi á meðgöngu færði þær saman með það að markmiði að styðja betur við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Picking

Styrktarélagið stofnað

Félagið styrkir málefni í tengslum við missi og leggur áherslu á að styðja við foreldra og aðra aðstandendur.

Stjórnin—

Bjarndís Helga Blöndal

Stjórn

Hólmfríður Anna Baldursdóttir

Stjórn

Ingunn Sif Höskuldsdóttir

Formaður

Kolbrún Tómasdóttir

Stjórn

Kolbrún Ýr Einarsdóttir

Varastjórn

Pálína Georgsdóttir

Gjaldkeri

Sigríður Vala Halldórsdóttir

Varastjórn

Sigrún Kristínar Valsdóttir

Stjórn

Svandís Edda Gunnarsdóttir

Varastjórn

Starfsfólk—

Guðrún Þóra

Markaðs og samfélagsmiðla fulltrúi

Þórunn Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri

Samsstarf

The New York Times
Time Magazine
Tech Crunch
Fast Company
Image
Interior Design

Verkefni—

Hér eru nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem Gleym mér ei hefur komið að.

Mminningarkassar

Frá árinu 2017 hefur Gleym mér ei gefið minningarkassa til foreldra sem missa á meðgöngu eða í/stuttu eftir fæðingu. Alls hafa verið gefnir um 100 kassar á ári og hver kassi kostar 25.000 kr.

Spörkin Telja

Árið 2019 var búið til fræðsluefni um minnkaðar fósturhreyfingar sem Gleym-mér-ei stóð fyrir í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, Heilsugæsluna og Landspítalann með stuðningi frá Heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu.

Spörkin Telja bæklingur smellið HÉR

AÐ VERÐA FORELDRI

Árið 2022 var búið til fræðsluefni um verðandi foreldra.

Að Verða Foreldri bæklingur smellið HÉR

Þegar gleði breytist í sorg

Endurútgáfa á bæklingum ,,Þegar gleði breytist í sorg” í samvinnu við Landspítala Háskólasjúkrahús, árið 2020

,,Við vitum að sorgarferlið tekur lengri tíma en sem nemur þeim fáeinu dögum sem þú og maki þinn eruð í umsjá okkar sem störfum á kvennadeildum Landspítalans. Við vitum að í hönd fer erfiður tími þar sem þið, hvert og eitt, þurfið að takast á við sorg og sárar tilfinningar.

Það er einlæg von okkar að þessi bæklingur nýtist ykkur á þeirri vegferð sem þið eruð nú á, að hann verði ykkur stuðningur og leiðarvísir í sorg ykkar og söknuði. Það er enginn sem getur bægt frá ykkur þeirri sorg sem þið finnið fyrir. Bæklingurinn og sögur þeirra foreldra sem hér fylgja geta þó vonandi leitt huga ykkar að því að þið standið ekki ein. Það eru margir sem bæði geta veitt og vilja veita ykkur aðstoð við þessar erfiðu aðstæður”. (Úr bæklingum ,,Þegar gleði breytist í sorg”).

Lítið ljós

Barnabókin ,,Lítið ljós” eftir Særúnu Hlín Laufeyjardóttur árið 2019.

Kristínarstofa

Árið 2018 gaf Gleym- mér- ei meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala svefnsófa, hægindastól og gardínur á Kristínarstofu.

Myndavélar

Árið 2018 gaf Gleym-mér-ei tvær myndavélar á fæðingarvaktina og meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans.

Sorgarmiðstöð

Árið 2019 var Sorgarmiðstöðin stofnuð en það er samvinnuverkefni grasrótarfélaga sem snúa að sorgarúrvinnslu.  Markmiðið er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra. Sorgarmiðstöð er góðgerðafélag sem byggir tilvist sína og starfsemi á styrkjum. Sorgarmiðstöð er öllum opin, syrgjendum sem fagfólki. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu; https://sorgarmidstod.is/.

Föt

Árið 2018 gaf Gleym-mér-ei föt á andvana fædd börn í þrem stærðum.

Barnavagn og burðarrúm

Árið 2018 gaf Gleym-mér-ei Landspítalanum barnavagn og burðarrúm að gjöf.

Árið 2021 gaf Gleym-mér-ei Landspítalanum tvö rúm.

Gjafir

Þann 12. október 2015 færði Gleym mér ei styrktarfélag meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans 2 sjúkrarúm og 2 náttborð í samstarfi við nemendur við Háskólann í Reykjavík.

Duftreitur fyrir fóstur

Félagið hefur staðið að endurbótum á duftreit fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði og hefur sú vinna staðið síðan árið 2013. Þeirru vinnu var lokið árið 2017, en hönnuður breytinganna er Kristín María Sigþórsdóttir.  

Þann 3. mars 2017 færði Gleym mér ei Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans  tvær fallegar bækur með myndum af duftreitnum fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði. Ljósmyndirnar tók Silja Rut Thorlacius sem einnig hannaði bókina.

Duftreitur myndir

Kælivöggur

Sumarið 2018 gaf Gleym-mér ei  útfarastofu Kirkjugarðanna kælivöggu. Það er dýrmætt fyrir foreldra að hafa þann valkost að geta farið með barnið heim, fengið til sín nánustu aðstandendur og átt kveðjustund heima.

Í október 2014 færði Gleym mér ei styrkarfélag Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi kælivöggur fyrir andvana fædd börn og lagði fjöldi fólks málefninu lið. Minningarsjóður Magnúsar Brynjars Guðjónssonar gaf kælivögguna sem fór á FSA.

Englaforeldrar á Akranesi tóku þátt í söfnun fyrir kælivöggu sem gefin var á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Minningarkassi

Gleym mér ei gefur foreldrum sem missa börn á meðgöngu

minningarkassa til þess að taka með sér heim.

Í september 2016 færði Gleym mér ei styrktarfélag Fæðingarvakt og Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans 11 öskjur til að gera fótspor/handaför af andvana fæddum börnum. Foreldarar fá afhendar öskjurnar til minningar.

Lín í kælivöggu

Landspítalinn gaf sérsaumað áklæði í kælivöggur á Landspítala, Akureyri og Akranes.

Lín Design gaf fallegan sængurfatnað í kælivöggur.