Duftreitur

Fallegur minningar- og duftreitur fyrir fóstur er í Fossvogskirkjugarði ásamt minnisvarða um líf sem stendur fyrir framan Fossvogskirkju

Félagið stóð að endurbótum á Duftreit fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði. Hönnuður breytinganna er Kristín María Sigþórsdóttir.

Árið 2017 lét Gleym mér ei gera fallega bók með myndum af duftreitnum. Ljósmyndirnar tók Silja Rut Thorlacius sem einnig hannaði bókina.