Þjónusta

GLEYM MÉR EI STYÐUR VIÐ EINSTAKLINGA OG FORELDRA SEM MISSA BÖRN Á MEÐGÖNGU OG Í/EFTIR FÆÐINGU MEÐ ÞVÍ AÐ BJÓÐA UPP Á RÁÐGJAFASAMTAL, JAFNINGJAFRÆÐSLU, STUÐNINGSHÓPA, SAMVERUSTUNDIR OG FRÆÐSLU. EINNIG HELDUR FÉLAGIÐ ÚTI ÝMSUM STUÐNINGSHÓPUM Á FACEBOOK.


Ráðgjafasamtal

Gleym mér ei býður upp á samtal fyrir foreldra sem misst hafa barn á meðgöngu, eftir fæðingu eða á fyrstu dögum/vikum eftir fæðingu barns.

Samtalið er ætlað að gefa upplýsingar um þann stuðning og þjónustu sem í boði er, en getur líka verið tækifæri til að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. 

Samtölin fara fram í Sorgarmiðstöð (Lífsgæðasetur, Hafnarfirði) eða í gegnum síma/fjarfundabúnað. Hægt er að óska eftir samtali með því að senda póst á gme@gme.is.

Stuðningshópastarf

Missir viku 22 eða meira

Landspítali Háskólasjúkrahús býður foreldrum/einstaklingum, sem misst hafa barn eftir 22 vikna meðgöngu, í stuðningshópastarf. Iðulega eru tveir hópar skipulagðir, einn að vori og annar að hausti. Athugið að gott er að láta sex mánuði líða frá missinum áður en þú kemur í hópastarf. Nánari upplýsingar og skráning á bjarneyh@landspitali.is
Placeholder Image

Missir á viku 12 til 21

Gleym mér ei, í samstarfi við Sorgarmiðstöð, hefur boðið upp á stuðningshópastarf fyrir foreldra og einstaklinga sem missa á viku 12-21, en aðeins er farið af stað með hópinn ef hann er fullskipaður. Ef þú hefur áhuga á stuðningshópastarfi árið 2024, sendu umsókn hér. Haft verður samband ef full þátttaka fæst. 
  • Æskilegt er að um sex mánuðir séu liðnir frá missi þegar stuðningshópurinn fer af stað.
  • Stuðningshópastarfið er iðulega í sex skipti og staðfestingargjald er 3.000 kr.
  • Ef báðir foreldrar ætla að mæta verða þeir báðir að skrá sig.
  • Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu með samtali.
  • Nánari upplýsingar hjá gme@gme.is

Missir undir 12 vikum

Ekki er boðið upp á stuðningshópa fyrir þennan missi eins og er, en Gleym mér ei er með samverustund þann 26. október 2023 fyrir fólk sem misst hefur á meðgöngu undir 12 vikum.

Einnig bjóðum við upp á fræðslumyndband um missi undir 12 vikum og reynslusögu. Við hvetjum alla til að koma á erindið Nýlega misst hjá Sorgarmiðstöðinni. 

Hægt er að óska eftir ráðgjafasamtali eða frekari upplýsingum hjá gme@gme.is.

Placeholder Image

Jafningjastuðningur

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálf/ur. 

Hægt er að óska eftir jafningjastuðningi á vef Sorgarmiðstöðvar

Reynt er eftir bestu getu að para saman jafningja með svipaða reynslu. Misjafnt er hvernig stuðningurinn fer fram. Sumir ræða saman í síma á meðan aðrir hittast á kaffihúsi eða fara í göngutúr. Oftast er hist í 3-6 skipti, en báðir aðilar mega draga sig út úr því hvenær sem er. 

Þau sem veita jafningjastuðning á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar hafa misst barn á meðgöngu, í fæðingu eða á fyrstu dögum/vikum eftir fæðingu barns. Þau hafa sótt námskeið um jafningjastuðning og setið erindi um sorg og sorgarviðbrögð, og vinna eftir siðareglum Sorgarmiðstöðvar og skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu.

Gleym-mér-ei Facebook síður

Regnbogar: meðganga / uppeldi eftir missi

Hér getum við talað um allar tilfinningar sem koma upp og aðstæður sem geta fylgt því að eignast regnbogabörn og það að reyna aftur.

Fara á FB

Stuðningshópur Fósturlát

Stuðningshópur sem er ætlaður fyrir foreldra sem hafa upplifað fósturlát.

Fara á FB

Stuðningshópur

Stuðningshópur er ætlaður fyrir foreldra sem hafa misst barn/börn á meðgöngu og hafa þurft að fæða börnin sín andvana eða vitandi að þau eiga ekki lífsvon eða börnin hafa látist stuttu eftir fæðingu.

Fara á FB

Stuðningshópur - Missir fyrir áratugum

Stuðningshópur þessi er ætlaður þeim sem misstu börn sín á meðgöngu, í fæðingu eða eftir fæðingu fyrir áratugum síðan

Fara á FB

Stuðningshópur - Meðganga enduð vegna fósturgalla eða veikinda

Stuðningshópur þessi er ætlaður þeim sem hafa þurft að enda meðgöngu vegna fósturgalla eða veikinda

Fara á FB

Stuðningshópur - Feður

Stuðningshópur þessi er ætlaður fyrir feður sem hafa misst barn/börn sem voru enn í móðurkvið, í fæðingu eða eftir fæðingu.

Fara á FB