SAMÞYKKTIR FÉLAGSINS 

GLEYM MÉR EI STYRKTARFÉLAG

Kt. 501013-1290

I. kafli: Heiti félags, heimili og markmið

1. gr. Heiti félags og heimili

Félagið heitir Gleym mér ei styrktarfélag og er það skammstafað GME

Heimili félagsins og varnarþing er Sorgarmiðstöð, Lífsgæðasetrið í Hafnarfirði. Suðurgata 41, 220 Hafnarfirði. 

 1. gr Tilgangur félagsins og markmið

Tilgangur félagsins er að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis verkefni í tengslum við missi barns á meðgöngu, fæðingu eða á fyrstu mánuðum í lífi barns. Félagið er rekið af styrkjum sem safnað er af félagsmönnum og velunnurum þess.

II. kafli: Aðild, réttindi og skyldur, úrsögn og viðurlög

 1. gr. Félagsaðild

Félagið er opið öllum sem hafa misst barn á meðgöngu, í fæðingu eða á fyrstu mánuðum í lífi barns. Félagið er einnig opið aðstandendum þeirra sem hafa misst. 

Aðilar hafa kosningarétt.

 1. gr. Réttindi og skyldur félagsaðildar

Sérhver félagsaðild hefur rétt til fundarsetu, atkvæðagreiðslu, kosninga og framboða í trúnaðarhlutverkum sem skilgreind hafa verið í félaginu.

Félagsaðild sem nýta réttindi sín í félaginu þurfa jafnframt að gæta að eftirfarandi skyldum:

 • Að vinna í samræmi við tilgang félagsins, hagsmuni þess og félagsaðild.
 • Að virða lög og reglur félagsins í hvívetna, þar á meðal siðareglur.
 • Að virða trúnað, samþykktir og ákvarðanir félagsins.
 • Að vinna í samræmi við hlutverk, erindisbréf eða hverjar þær verklýsingar sem samþykktar hafa verið um trúnaðarhlutverk sem þær gegna.

Að virða reglur um vanhæfi í sérhverri trúnaðarstöðu sem þær gegna í félaginu og víkja úr stöðunni, teljist hagsmunum félagsins ógnað.

III. kafli: Fjárhagsleg málefni

 1. gr. Félagsgjöld

Félagsmenn greiða ekki félagsgjöld.

6.gr. Starfs- og reikningsár

Starfsár félagsins er frá 1. mars til 28. febrúar ár hvert. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórnin skal hafa ársreikning, staðfestan af endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna, tilbúinn fyrir 28. febrúar.

Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi. 

 1. gr. Lánveitingar

Félaginu er óheimilt að veita lán. Heimilt er að lækka eða fella niður félagsgjald félagsmanns tímabundið. Stjórn setur sér reglur um viðmið fyrir lækkun félagsgjalda eða niðurfellingu.

IV. kafli: Skipulag félagsins

8. gr. Fulltrúaráð

Fulltrúaráð GME skipa formenn deilda, ráða og fastanefnda félagsins eða staðgenglar þeirra. Fulltrúaráðið starfar með stjórn, sem hefur atkvæðisrétt á fundum ráðsins, veitir stjórn aðhald og stuðlar að samræmdu skipulagi starfsemi einstakra eininga innan félagsins. Fulltrúaráð tryggir að allar stoðir félagsins gangi í takt. Stjórn sækir stuðning hjá fulltrúaráði, auk trúnaðarráðs þegar taka þarf á erfiðum málefnum.

9. gr. Stoðir GME

Starfsemi GME er skipt á milli þriggja stoða:

 1. Sérfræðinga,
 2. Foreldra,
 3. Aðstandenda.

Sérhver félagsaðili ákveður sinn farveg innan félagsins og velur þá stoð sem hann telur styðja best við sinn vöxt og frama. 

10. gr. Verkefnamiðaðar nefndir

Með stjórn félagsins starfa verkefnamiðaðar nefndir að framgöngu þeirra verkefna sem þeim er úthlutað. Kosið er í nefndirnar í aðdraganda aðalfundar, samhliða kosningu í fastanefndir félagsins.

Stjórn félagsins gefur út erindisbréf verkefnamiðaðra nefnda þar sem skilgreindur er fjöldi nefndarmanna, þau verkefni sem nefndinni er falið að vinna að, umfang, fjárheimildir og skilafrestir.

11. gr. Deildir, fastanefndir og aðrar einingar

Heimilt er að stofna deildir, fastanefndir, hópa og aðrar einingar sem hafa umsjón með tilgreindri og afmarkaðri starfsemi innan félagsins.

V. kafli: Stjórn og framkvæmdastjórn

12. gr. Stjórn GME

Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum, tveimur til vara. Hver stjórnandi skal kjörin til eins árs í senn. Á hverjum aðalfundi er kosið um fimm stjórnarsæti og tvo í varasæti. Formannskjör fer fram hvert ár.

Formann skal kjósa sérstaklega en meðstjórnendur skal kjósa í einu lagi og skipta þeir með sér verkum. Í varastjórn veljast til eins árs, þeir félagsaðilar sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn. Varastjórn taka sæti í stjórn í þeirri röð sem þær eru kosnar, fyrst sú sem flest atkvæði hefur að baki sér.

Láti stjórnandi af embætti áður en eins árs tímabili lýkur skal kjósa sérstaklega nýjan í hans stað í aðdraganda næsta aðalfundar og situr sá út kjörtímabil þeirrar er látið hefur af störfum. Láti formaður af embætti áður en kjörtímabili lýkur, situr varaformaður sem formaður fram að næsta aðalfundi. Um framboð og framboðsfresti fer eftir þeim ákvæðum sem á við um embætti það er fráfarandi stjórnarmaður gegndi.

​​Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

13. gr. Kjörtímabil

Kjörtímabil stjórnar er eitt ár. Allar félagsaðilar eru kjörgengir í stjórn félagsins. Sérhver aðili sem situr í stjórn félagsins getur hvenær sem er sagt starfa sínu lausu.

Á aðalfundi er kosið endurskoðunarfyrirtæki og skoðunarmaður. Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir aðalfund. Endurskoðunarfyrirtæki og skoðunarmann má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna, félagsmanna eða starfsmanna félagsins. Kjörtímabil endurskoðunarfyrirtækis og skoðunarmanns er eitt ár.

14. gr. Formaður

Formaður boðar til stjórnarfunda, stýrir þeim og kemur fram fyrir hönd stjórnar. Hann skal vera í forsvari fyrir félagið á opinberum vettvangi.

Varaformaður tekur við hlutverki formanns í tímabundinni fjarveru hans. Láti formaður af stjórnarstörfum, eða er ekki unnt að sinna skyldum sínum, skal varaformaður sinna hlutverki formanns fram að næsta aðalfundi. Skal í aðdraganda hans kosinn nýr formaður til tveggja ára.

15. gr. Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins sem vera skal í samræmi við stefnu og fyrirmæli stjórnar. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða meiriháttar.

Stjórn hefur eftirlit með störfum framkvæmdastjóra, sem skal vera fjár síns ráðandi.

Nánar skal kveðið á um hlutverk og verksvið framkvæmdastjóra í ábyrgðar- og hlutverkalýsingu.

16. gr. Verkefni stjórnar

Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli aðalfunda og gætir hagsmuna þess á grundvelli laga þessara og ákvarðana aðalfundar og félagsfunda. Stjórn tekur ákvarðanir í málum sem snerta rekstur félagsins og skipulag, ræður framkvæmdastjóra, fylgir eftir stefnumótun aðalfundar og tekur afstöðu til stefnumarkandi mála sem upp koma.

Stjórn félagsins tekur nánari ákvarðanir um starfsemi félagsins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.

Stjórn boðar til aðalfundar og undirbýr hann, leggur fyrir fundinn staðfesta reikninga síðasta árs, hefur umsjón með eignum félagsins og gætir hagsmuna þess í öllum greinum.

17. gr. Fjármál GME

Stjórn GME er heimilt að skuldbinda félagið fjárhagslega, enda undirriti stjórnendur slíkar skuldbindingar. Stjórnin veitir prókúruumboð.

Framkvæmdastjóri annast um að framkvæmd á greiðslu reikninga og bókfærslu félagsins sé í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti. Framkvæmdastjóri hefur fjármálaráð sér til stuðnings við framkvæmd þessara verkefna.

Í fjármálaráði sitja stjórn og fulltrúi Sorgarmiðstöðvar. Fjármálaráð hefur eftirlit með fjárreiðum og bókfærslu félagsins.

18. gr. Stjórnarfundir

Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir. Boða skal til funda með hæfilegum fyrirvara og aldrei skemmri en eins sólarhrings fyrirvara.

Stjórnarfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað og er ályktunarfær ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Nú eru atkvæði jöfn og hefur atkvæði formanns (varaformanns í fjarveru formanns) þá tvöfalt vægi.

Tryggt skal að öll mál séu afgreidd á stjórnarfundum og hafi meirihluta stjórnar á bak við sig.

Ritari félagsins ritar fundargerðir. Fundargerð skal samþykkt eigi síðar en í upphafi næsta stjórnarfundar, nema sérstaklega standi á.

19. gr. Sameiginleg ábyrgð á stjórn félagsins

Stjórn félagsins ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart aðalfundum og almennum félagsfundum.

20. gr. Starfsreglur stjórnar

Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd starfa hennar og verkaskiptingu. Starfsreglur stjórnar skulu teknar fyrir á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar og gerðar á þeim þær breytingar sem stjórnin ákveður. Stjórn skulu staðfesta þær starfsreglur sem stjórnin setur sér með undirritun sinni.

VI. kafli: Kosningar og kjörskrá

21. gr. Ábyrgð á framkvæmd kosninga

Kjörstjórn ber ábyrgð á, skipuleggur og framkvæmir kosningar í félaginu.

Kosningar til hlutverka og embættisstarfa innan félagsins, ss. til formanns og annarra stjórnendu, fara fram í aðdraganda aðalfundar félagsins ár hvert. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er kjöri lýst á aðalfundi.

Þeir félagsaðilar sem ná kjöri, taka við ábyrgð sinni við upphaf nýs starfsárs, sbr. 6. gr og sinna störfum á komandi starfsári eða lengur ef kjörtímabil embættisins er lengra. Nýkjörin stjórn tekur þó við ábyrgð sinni í lok aðalfundar.

22. gr. Kjörstjórn

Kjörstjórn, er undir hönd skrifstofu GME. 

Kjörstjórn skal tryggja nægt framboð í þau hlutverk innan félagsins sem kosið er um. Séu í framboði jafnmargir og kjósa á, skoðast frambjóðendur sjálfkjörnir. Berist ekki nægilega mörg framboð er kjörstjórn heimilt að leita eftir frekari framboðum eftir að framboðsfresti lýkur. Við slíkar aðstæður skal kjörstjórn leita álits fulltrúaráðs, sbr. 8. gr. og reyna eftir fremsta megni að tryggja fjölbreytni í hópi frambjóðenda, m.a. með tilliti til búsetu, aldurs og reynslu.

Kjörstjórn gengur úr skugga um að frambjóðendur njóti kjörgengis.

Stjórn og kjörstjórn hlutast til um að settar verði reglur fyrir kjörstjórn til þess að vinna eftir. 

23. gr. Framboð

Stjórn félagsins skal eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund, auglýsa eftir framboðum sem kjósa skal um í aðdraganda aðalfundar. Framboð skulu berast kjörstjórn fyrir lok þess framboðsfrests sem um hlutverkið gildir. Framboðsfrestur rennur út í síðasta lagi viku fyrir aðalfund, hafi annað og fyrra tímamark ekki verið tilgreint.

24. gr. Kjörskrá

Kjörstjórn gefur út kjörskrá félagsins eigi síðar en sólarhring áður en kosning hefst, geta félagsaðilar á þeim tímapunkti kannað stöðuna á kosningarétti sínum. Á kjörskrá fyrir kosningar í félaginu eru allir þeir félagsaðilar sem uppfylla skilyrði 3. gr.

VII. kafli: Aðalfundur

25. gr. Aðalfundur, vald og boðun

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. mars ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.

Í aðalfundarboði skal gera grein fyrir dagskrá fundarins.

Rétt til setu og atkvæðis á aðalfundi og í kosningum í aðdraganda aðalfundar, eiga þeir félagsaðilar, sbr. 3. gr.

Meiri hluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi og félagsfundi, nema annars sé getið í lögum þessum.

26. gr. Dagskrá aðalfundar

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.

 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár kynntur og borinn upp til samþykktar.

 4. Ákvörðun félagsgjalds.

 5. Skýrslur starfsnefnda.

 6. Lagabreytingar ef einhverjar.

 7. Lýsing á kjöri formanns, stjórna, nefnda og ráða.

 8. Kosning endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna reikninga.

 9. Önnur mál.

 1. gr. Fundarform

Stjórn getur ákveðið að aðalfundir verða haldnir rafrænt, eða félagsaðilar verði boðin rafræn þátttaka á fundum, þ.m.t. að félagsaðilar geti greitt atkvæði án þess að vera á fundarstað, að því gefnu að tryggt verði að mati stjórnar að tiltækur sé nægjanlega öruggur búnaður til að félagsaðilar geti tekið þátt í fundarstörfum með rafrænum hætti.

Stjórn skal ákveða hvaða kröfur verði gerðar til tæknibúnaðar til nota á aðalfundum og félagsfundum félagsins sem haldnir verða rafrænt eða rafrænnar þátttöku, þannig að m.a. verði unnt að tryggja rétt félagsaðila til að sækja fundinn, sem og staðfesta með tryggilegum hætti mætingu á fundinn og niðurstöðu atkvæðagreiðslu.

Í fundarboði skulu þá enn fremur koma fram upplýsingar um tæknibúnaðinn auk upplýsinga um það hvernig félagsaðilar geta tilkynnt um rafræna þátttöku sína og hvar þeir geta nálgast upplýsingar um framkvæmd rafrænnar þátttöku á fundinum. Það að félagsaðilar nýtir sér aðgang að tæknibúnaði til rafrænnar þátttöku á félagsfundi telst viðurkenning á þátttöku hans á fundinum.

VII. kafli: Deildir, nefndir, ráð og aðrar skipulagseiningar

28. gr. Deildir

Stofnun tvenns konar félagsdeilda í GME er heimil að fengnu samþykki stjórnar, landshlutadeilda annars vegar og deilda um sameiginlega hagsmuni, hins vegar. Landshlutadeildir ákveða landfræðileg mörk sín sjálf og eru allir félagsmenn með lögheimili innan hinna landfræðilegu marka sjálfkrafa félagsmanna.

Beiðni um stofnun félagsdeilda skal send stjórn skriflega og skal taka beiðnina fyrir á næsta stjórnarfundi eftir að hún berst. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja beiðninni:

 • Heiti félagsdeildar.
 • Tilgangur félagsdeildar.
 • Forsvarsmenn félagsdeildar, sem skal vera í höndum amk. tveggja félagsaðila.
 • Hvernig aðild nýrra félagsaðila að félagsdeild skuli háttað.
 • Deildir sem stofna skal um sameiginlega hagsmuni, skulu lýsa hinum sameiginlegu hagsmunum í beiðni um stofnun.

Til að stofna deild þarf stofnfélaga að vera félagsaðila GME.

Samþykki stjórn GME umsókn félagsdeildar skal stofnfundur félagsdeildarinnar haldinn innan 30 daga og stofnfélagar skrá sig á sérstaka stofnskrá á þeim fundi. Verða fundargestir sem uppfylla skilyrði félagsdeildarinnar skráðir stofnfélagar.

Stjórn GME er heimilt að synja umsókn félagsdeildar ef tilgangur hennar samræmist ekki tilgangi GME.

Félagsdeild skal halda fundi eftir því sem þurfa þykir.

Félagsdeild skal á stofnfundi staðfesta samþykktir sem um starfsemi félagsdeildarinnar gilda. Í samþykktum félagsdeildarinnar skal koma fram fyrirkomulag um stjórnarkjör, aðalfundi og aðra þá þætti sem varða starfsemina.

29. gr. Fastanefndir

Fastanefndir GME á hverjum tíma skipuleggja reglubundna viðburði sem haldnir eru á hverju starfsári. Fastanefndirnar samræma starf sitt og félagsdeilda á vettvangi fulltrúaráðs.

Kosið er rafrænt í fastanefndir í aðdraganda aðalfundar ár hvert. Fastanefndir starfa að verkefnum sem þeim eru falin í samráði við og á ábyrgð stjórnar félagsins.

Stjórn GME skal leggja fram skilgreint hlutverk fastanefnda.

30. gr. Trúnaðarráð

Setja skal á fót trúnaðarráð innan félagsins í þeim tilgangi að skapa vettvang til þess að taka á ágreiningi og eftir atvikum áreitni sem kemur upp innan félagsins. 

31. gr. Lögsöguaðilar

Lögsöguaðilar félagsins eru minnsta kosti einn og einn til vara. Kjörtímabil lögsögumanna er þrjú ár og er kosinn í aðdraganda aðalfundar á hverju ári. Lögsöguaðilar hafa það hlutverk að styðja stjórnir, ráð, nefndir og aðra félagsmenn við lögskýringar og túlkun laga þessara.

32. gr. Fjármálaráð

Koma skal á fót fjármálaráði til þess að styðja við fjármálatengd verkefni félagsins, þ.á m. upplýsingum um  tekjudreifingu einstakra rekstrareininga.

33. gr. Tækniráð

Koma skal á fót tækniráði til þess að styðja við tæknitengd verkefni félagsins, þ.á m. nýtingu tæknilegra lausna í starfsemi félagsins. 

34. gr. Aðrar skipulagseiningar

Aðrar skipulagseiningar sem verða til á vettvangi GME eru lausbeislaðar og ekki hluti af stjórnkerfi GME. Slíkar skipulagseiningar eru óformlegar og eiga ekki tilkall til sætis í fulltrúaráði.

VIII. kafli: Ýmis ákvæði

35. gr. Lagabreytingar

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi enda fái breytingartillagan 2/3 hluta greiddra atkvæða. Í félaginu starfar laganefnd, lögsögumenn, kosnir í aðdraganda aðalfundar til starfa á komandi starfsári. Nefndin hefur það hlutverk að styðja stjórn, stoðir og aðrar félagsmenn við lögskýringar og túlkun laga þessara. Nefndin skal leitast við að yfirfara einstakar lagagreinar með hliðsjón af reynslu liðins árs og leggja til lagabreytingar sé þess þörf. Þegar nefndin metur þörf á heldur hún félagsfund þar sem félagsmönnum gefst kostur á að ræða málin áður en tillögur að breytingum eru lagðar fram.

Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast stjórninni eigi síðar en 15. febrúar ár hvert.

Í aðalfundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til lagabreytinga verði tekin til meðferðar á fundinum og skal efni hennar lýst.

36. gr. Slit félagsins

Nú kemur fram tillaga um það að félaginu skuli slitið og skal hún þá sæta sömu meðferð sem tillaga til lagabreytingar, sbr. 35. gr. Á þeim fundi skal þá jafnframt tekin ákvörðun um hvernig farið skuli með eignir og skuldir félagsins. Renna eignir þess þá til samtakanna Sorgarmiðstöð.

37. gr. Ákvæði til bráðabirgða

Lög þessi taka þegar gildi.

Við framkvæmd kosninga á aðalfundi 2024, skal fara eftir ákvæðum laga þessara að því marki sem unnt er.

Kjósa skal í fyrsta skipti í ný ráð og nefndir sem stofnað er til með lögum þessum í aðdraganda aðalfundar 2025.

Samþykkt á aðalfundi 28. febrúar 2024.

Lögin voru samþykkt á stofnfundi 3.október.2013

Breyting var gerð á 12., 13. og 37. grein, á aðalfundi 28.febrúar 2024