Styrkja félagið
HÆGT ER AÐ STYRKJA GLEYM MÉR EI MEÐ FRJÁLSUM FRAMLÖGUM, KAUPUM Á MINNINGARKORTUM OG MEÐ ÞVÍ AÐ HLAUPA fyrir félagið Í REYKJAVÍKURMARAÞONI Íslandsbanka. Einnig er hægt að leggja beint inn á Kt. 501013-1290 Reikningsnúmer: 0357-22-000411
Minningarkort
Þú getur sýnt foreldrum og aðstandendum stuðning í verki með því að senda fallegt minningarkort í nafni barnsins þeirra til styrktar Gleym mér ei.
Til að panta minningarkort, sendið póst á gme@gme.is.
Í tölvupóstinum þarf að koma fram hvaða texti á að vera ritaður í kortið, hvert skal senda kortið og frá hverjum kortið er. Við munum sjá um að prenta og senda kortið fyrir ykkur. Við biðjum um að lagt sé inn á reikning Gleym mér ei lágmarksupphæð 4.000 kr.
Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að...
Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að...
Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að...
Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að...
Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að...
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er mikilvægur þáttur í fjáröflun Gleym mér ei. Árið 2023 söfnuðust yfir 9 milljónir króna sem munu fara í mikilvæg verkefni félagins.
Við erum hlaupurnum okkar og öllum þeim sem styrktu okkur afar þakklát!
Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og þeirra nánustu – þessi sorg er mjög erfið þar sem stórfjölskylda og vinir hafa jafnvel ekki náð að tengjast barninu á sama hátt og þeir sem stóðu foreldrunum næst. En það er gott að finna fyrir stuðningi samfélagsins síns. Því er Reykjavíkurmaraþonið kjörið tækifæri til að sýna stuðning og heita á hlauparana okkar, kaupa boli, hvetja og taka þátt í umræðunni.
Gleym mér ei gefur hlaupurunum sínum bol sem hannaður var af 𝐁𝐞𝐫𝐠𝐫𝐮́𝐧𝐮 𝐈́𝐫𝐢𝐬𝐢 𝐒æ𝐯𝐚𝐫𝐬𝐝𝐨́𝐭𝐭𝐮𝐫 árið 2021.
Einnig geta þau sem ekki hlaupa keypt bolinn með eða án sérmerkingar. Bolurinn er unisex snið og úr léttu gerviefni, tilvalið til að hlaupa í. Allar barna og fullorðinsstærðir eru í boði.