Hagsmunagæsla

Gleym mér ei á í samtali við fjölda foreldra sem misst hafa börn sín á meðgöngu og í/eftir fæðingu og reynir að miðla ábendingum um það sem má betur fara í réttan farveg, hvort sem það er til ráðuneyta, áfallateymis LSH, til ljósmæðra, heilsugæslunnar eða til annarra fagaðila.
Image
Image
Stór liður í hagsmunagæslu Gleym mér ei er að tryggja gott samstarf við helstu fagaðila sem koma að málefnum missis á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Árið 2023 hélt Gleym mér ei stóra ráðstefnu fyrir fagaðila þar sem erlendir og íslenskir sérfræðingar, ásamt fólki með reynslu af meðgöngumissi, komu fram.
Image
Image

Auka þarf félagsleg réttindi þeirra sem missa á meðgöngu. Réttur til fæðingarorlofs og annarrar þjónustu er skertur, auk þess sem kerfið getur verið erfitt að takast á við í sorginni. Gleym mér ei vinnur að bættum réttindum þessa viðkvæma hóps og hefur átt fundi með viðeigandi ráðherrum til að tala máli þess.

Gleym mér ei eykur vitundarvakningu á þeim málefnum sem snerta félagið og skjólstæðinga þess til að auka skilning samfélagsins á þeirri sorg sem fylgir missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu.