Þegar gleðin breytist í sorg, fósturmissir

Soffía Bæringsdóttir, sem hefur sérhæft sig í para- og fjölskyldumeðferð og starfar sem doula, flytur erindi sitt um sorgina sem fylgir missi á meðgöngu undir 12 vikum.

Bæklingar um forvarnir

Spörkin telja er verkefni um minnkaðar fósturhreyfingar sem Gleym mér ei stóð fyrir í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, heilsugæsluna og Landspítala Háskólasjúkrahús, með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu.

Allar verðandi mæður fá bæklinginn í mæðravernd þar sem fjallað er um hreyfingar barns á meðgöngu og hvernig hægt sé að stuðla að heilbrigðri meðgöngu. Einnig var gert myndband sem verðandi mæðrum er sýnt í mæðravernd.

Að Verða Foreldri er bæklingur með öllum helstu upplýsingum um meðgöngu og nokkrum góðum ráðum. 

Gagnlegar Upplýsingar

Sálgæsla presta og djákna á Landspítalanum

Foreldrar sem missa á meðgöngu stendur til boða viðtal við djákna eða prest sem hefur sérþekkingu á áföllum og sorg. Viðtölin eru óháð trúarskoðunum.

Skoða nánar
Image