Gleym mér ei

Styrktarfélag til stuðnings VIÐ foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu


Leið þín mjúkfætt lá í heiminn okkar.
Næstum hljóðlaust.
Þú varst aðeins augnablik, en skildir spor þín eftir í hjörtum okkar.
Litlir fætur marka djúp spor.

Norskt ljóð. Þýðing: Guðmundur Karl Brynjarsson

Hlutverk GME er

Að vera til staðar fyrir þá sem missa barn á meðgöngu eða í/eftir fæðingu.

Fyrirbyggjandi verkefni

Fræðsla og áframhaldandi stuðningur

Sértæk verkefni


Styrkja Félagið

Þú getur lagt starfi og verkefnum Gleym mér ei lið með því að styrkja félagið. Við tökum við frjálsum framlögum í gegnum 111-26-501013, kt. 501013-1290 og seljum minningarkort. 

Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að... útvega allt efni í Minningarkassana, sem gefnir eru foreldrum sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Um 100 slíkir kassar eru gefnir á ári. Gleym mér ei stendur alfarið að gerð kassana og dreifingu á alla spítala landsins.

Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að... kaupa og gera klæði fyrir andvana fædd börn, og öskjur fyrir þau allra minnstu, en mikilvægt er að spítalarnir geti útvegað falleg klæði í litlum stærðum þegar andlát barns ber að garði.

Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að... gera fræðsluefni fyrir fólk sem hefur nýlega misst. Gleym mér ei gerir bæði bæklinga sem dreift er á spítala og heilsugæslur, myndbönd með reynslusögum og fleira sem hjálpar fólki að takast á við sorgina. 

Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að... veita einstaklingum og foreldrum sem hafa upplifað missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu stuðning í sorgarúrvinnslu. Gleym mér ei býður syrgjendum upp á ráðgjafasamtal, jafningjastuðning og stuðningshópa. Gleym mér ei heldur einnig Minningarstund fyrir foreldra og aðstandendur ár hvert, 15. október. 

Stuðningur þinn mun hjálpa okkur að... bæta stuðning og umgjörð í kringum fólk sem missir á meðgöngu, en Gleym mér ei stendur vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og hefur átt samstarf við spítalana, heilsugæsluna og fleiri fagaðila um árabil. 

Fræðsla

Skoðaðu bæklingana um meðgöngumissi


Lífið getur verið dásamlegt undur og fer um mann mjúkum höndum … oftast. Ef þú lifir nógu lengi, þá færðu að kynnast því að lífið getur líka gefið manni kjaftshögg.
Á einhvern ótrúlegan hátt verður lífið viðráðanlegt aftur.
Benjamín
En lífið heldur áfram. Mjög hægt og mjög erfiðlega fyrstu vikurnar og mánuðina.
Pétur Emanúel

Reynslusögur

"Á einhvern ótrúlegan hátt verður lífið viðráðanlegt aftur".

"En lífið heldur áfram. Mjög hægt og mjög erfiðlega fyrstu vikurnar og mánuðina".


Fréttir

Þjónusta —

Þjónusta sem GME býður upp á.


Viðburðir

No event found!

Viðburðir

No event found!