Gleym mér ei konur ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur deildarstjóra fæðingardeildar SAk.

Akureyrarferð 2025

Gleym mér ei konur fóru norður á Akureyri síðastliðinn fimmtudag og dvöldu þar dagana 16. til 18. október. Á fimmtudeginum áttum við gott samtal á kvennadeildinni þar sem við fengum …

Una Torfadóttir á minningarstund Gleym mér ei 2025

Minningarstundir 2025

Gleym mér ei styrktarfélag bauð til okkar árlegu minningarstundar miðvikudaginn 15. október klukkan 20 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Sá dagur er á heimsvísu tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi og því á hann stóran stað í hjörtum okkar. Tilgangurinn með því að halda minningarstund 15. október ár hvert er að styðja við foreldra og aðra aðstandendur í sorginni og jafnframt að skapa umfjöllun um málefni sem áður fyrr virtist ekki mega ræða.

Pabbi, stóra systir og mamma Eldars

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2025

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst og slegið var met í fjölda keppenda! Þetta hlaup er okkur, og öðrum styrktarfélögum, mikils virði enda hlaupa þúsundir manns til góðs þennan dag. Í ár hlupu yfir 200 hlauparar fyrir okkur og þakklætið til þeirra og til allra þeirra sem styrktu er gífurlegt.

Breytingar á lögum um sorgarleyfi

Í síðustu viku fór fram þriðja umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi. Markmið breytingarinnar er að auka réttindi foreldra til sorgarleyfis. Frumvarpið var byggt á tillögum frá Gleym mér ei styrktarfélagi og Sorgarmiðstöðinni. Umræðan fór þannig að Alþingi samþykkti þetta frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi.

Kolbrún Tómasdóttir framkvæmdastjóri Gleym mér ei, Hólmfríður Anna Baldursdóttir stjórnarformaður Gleym mér ei, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, Kristín Lilja Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar og Berglind Arnardóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.

Fundur með félags- og húsnæðismálaráðherra

Miðvikudaginn 30. apríl áttu fulltrúar frá Gleym mér ei og Sorgarmiðstöð fund með Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.

Á fundinum fengu bæði félög að kynna sitt starf en einnig að þakka sérstaklega fyrir breytingartillögu um frumvarp til laga varðandi sorgarleyfi. En með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022, með það að markmiði að styrkja frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum.

Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir

Græðslan á sér stað í gegnum sameiginlega reynslu

„Þegar fólk var að hafa samband við Gleym mér ei til að spyrjast fyrir um hvaða stuðningur væri í boði fór fljótt að bera á því að margar ömmur stigu fram, minntust loksins á sinn missi og töluðu um að þær vildu óska þess að álíka stuðningur hefði verið fáanlegur á þeim tíma sem þær gengu í gegnum þessa reynslu. Þörfin var því greinilega mikil,“

Lífsgæðasetrið

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Gleym mér ei styrktarfélags fer fram 27. febrúar næstkomandi. Fundurinn mun fara fram í Lífsgæðasetrinu á fjórðu hæð í sal sem heitir Hjartað. Lífsgæðasetrið er í Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og fundurinn mun hefjast klukkan 20:00.

Haustið 2023 héldum við fjórar opnar samverustundir. Ein af þessum stundum var fyrir fólk sem hafði misst á meðgöngu, eða fljótlega eftir fæðingu, fyrir mörgum árum síðan. Þarna komu einstaklingar sem höfðu borið harm sinn í brjósti í langan tíma, en á árum áður var viðurkenning samfélagsins á slíkum missi lítil sem engin. Margir foreldrar sáu ekki barnið sitt, því var oft ekki gefið nafn og það var jafnvel grafið á óþekktum stað.

Missir fyrir áratugum

Haustið 2023 héldum við fjórar opnar samverustundir. Ein af þessum stundum var fyrir fólk sem hafði misst á meðgöngu, eða fljótlega eftir fæðingu, fyrir mörgum árum síðan. Þarna komu einstaklingar …

Ljósmyndun á andvana börnum

Ljósmyndun

Við erum stoltar að tilkynna að við höfum tekið yfir ljósmyndun barna sem fæðast andvana eftir 22. viku meðgöngu á Landspítalanum.

Hjartalyklakippa

Lyklakippur á Landspítalann

Á dögunum fórum við með fallegar hjartalyklakippur á kvennadeild Landspítalans. Lyklakippurnar eru hringlaga en í miðju hringsins er lítið hjarta sem hægt er að fjarlægja. Kippurnar þessar eru ætlaðar þeim konum sem missa á fyrsta þriðjung meðgöngunnar.