Ljósmyndun á andvana börnum

Ljósmyndun

Við erum stoltar að tilkynna að við höfum tekið yfir ljósmyndun barna sem fæðast andvana eftir 22. viku meðgöngu á Landspítalanum.

Hjartalyklakippa

Lyklakippur á Landspítalann

Á dögunum fórum við með fallegar hjartalyklakippur á kvennadeild Landspítalans. Lyklakippurnar eru hringlaga en í miðju hringsins er lítið hjarta sem hægt er að fjarlægja. Kippurnar þessar eru ætlaðar þeim konum sem missa á fyrsta þriðjung meðgöngunnar.

Opnun Bjarneyjarstofu

Þann 15. október síðastliðinn, á alþjóðlegum degi tileinkuðum missi á meðgöngu og ungbarnamissis, opnaði ný stofa á fæðingarvakt kvennadeildar Landspítalans fyrir fjölskyldur sem eignast andvana börn. Mikil þörf hafði verið á slíkri stofu til að halda betur utan um þær fjölskyldur sem missa. Gleym mér ei innréttaði stofuna með stuðningi og velvild styrktaraðila. „Það var ekki síst fyrir stuðning okkar hlaupara úr Reykjavíkurmaraþoninu og fyrir velvild fyrirtækjanna Ilvu, Elko, Vogue, Pennans og Jysk, sem við gátum svarað kalli Kvennadeildarinnar.

Fræðsla og jafningjastuðningur í sorgarúrvinnslu

Gleym mér ei leggur mikið upp úr jafningjastuðningi í sorgarúrvinnslu, þ.e.a.s. að tryggja að foreldrar upplifi sig ekki eina í sorginni og fái stuðning og von frá þeim sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu.