Minningarstund 15. október

15. október er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi.
Af því tilefni hafa verið haldnar minningarstundir um land allt ár hvert.

Saga 15. Októbers

  1. október – Dagur til að minnast þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Víða um heim eru haldnar minningarstundir til að heiðra þeirra minningu.  

Litirnir sem einkenna þennan dag eru ljósbleikur og ljósblár og eru það litirnir sem eru meðal annars í 15. október slaufunni.

Árið 1988 tileinkaði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti að októbermánuður yrði til að minnast þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Ronald Reagan og fyrri eiginkona hans, Jane Wyman, misstu þriðja barn sitt Christine Reagan árið 1947. Heimildum ber ekki saman um hvort stúlkan hafi fæðst andvana eða lifað í nokkrar klukkustundir.

Þann 15. október árið 2002 hófu Robyn Bear, Lisa Brown og Tammy Novak að vekja athygli á missi á meðgöngu og fengu þær í fyrstu 20 ríki Bandaríkjana til að festa í sessi 15. október sem minningardag. Í dag hafa öll ríki Bandaríkjana ásamt fleiri löndum um allan heim bæst í þennan hóp.

Tilgangurinn með því að halda minningarstundir 15. október hvert ár er til að styðja við foreldra og aðra aðstandendur í sorginni en jafnframt að skapa umfjöllun um málefnið sem áður fyrr virtist ekki mega ræða um.

Árið 2021 – Laugarneskirkja í Reykjavík

Prestur: Séra Hjalti Jón Sverrisson
Tónlistarflutningur: Kirstín Erna Blöndal, Örn Arnarson

Ávarp: Formðaur Gleym mér ei, Helga Margrét Þorsteinsdóttur,

Reynslusaga: Faðir Freyr Eyjólfsson.

Árið 2020 – Tónleikur

Horfa á tónleikana á Youtube HÉR

Sigga Eyrún, Karl Olgeirsson, Bubbi Morthens, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson flytja nokkur hugljúf lög sem eiga það sameiginlega að fjalla um missi. Í áttunda skipti kveikjum við á kertum og þrátt fyrir að við aðstandendur fáum ekki að vera saman, vonumst við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi eftir að tónleikarnir ylji og úr verði notaleg stund, þar sem börnin sem við fáum ekki að fylgjast með að takast á við sorgir og gleði í lífinu, verður minnst í kærleik.

Árið 2019 – Fríkirkjan í Reykjavík

Prestur: Hjörtur Magni Jóhannsson
Tónlistarflutningur: Svavar Knútur
Upplestur: Gréta Rut Bjarnadóttir

Árið 2018 – Guðríðarkirkja og Akureyrarkirkja

Söngur: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Hljóðfæraleikur: Davíð Sigurgeirsson
Upplestur: Silja Rut Thorlacius

Árið 2017 – Neskirkja

neskirkja

Söngur: Sigríður Thorlacius
Upplestur: Ingunn Höskuldsdóttir

Árið 2016 - Lindakirkja Kópavogi, Akureyrarkirkja og Akraneskirkja

Prestur: sr. Guðni Már Harðarson

Söngur: Regína Ósk og Svenni
Hljóðfæraleikur: Svenni
Ljóðalestur: Jessica Leigh Andrésdóttir

Árið 2015 – Bústaðakirkju og Akureyrarkirkju

Prestar: sr. Ingileif Malmberg og Pálmi Matthíasson

Djákni: Rósa Kristjánsdóttir
Söngur: Ragnheiður Gröndal
Hljóðfæraleikur: Guðmundur Pétursson
Ljóðalestur: Jón Þór Sturluson

Árið 2014 – Bústaðakirkja

Prestar: sr. Pálmi Mattthíasson og sr. Hans Guðberg Alfreðsson

Söngur: Valdimar og Reggie Óðins
Orgelleikur: Jónas Þórir
Ljóðalestur og stutt ávarp: Guðrún Elva
Ljóðalestur: María Peta Hlöðversdóttir

Árið 2013 – Garðakirkja

Prestar: sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Ingileif Malmberg

Söngur: Bubbi Morthens, Ellen Kristjánsdóttir og Reggie Óðins
Hljóðfæraleikur: Eyþór Gunnarsson, Þorbergur Ólafsson og Anton Gunnarsson
Ritningarlestur: Eva Rut Guðmundsdóttir
Ljóðalestur: Þórdís Klara Ágústsdóttir ljósmóðir og Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir

Árið 2012 – Hallgrímskirkja

Prestar: sr. Ingileif Malmberg og sr. Sigríður Guðmarsdóttir
Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir og Bubbi Morthens
Hljóðfæraleikur: Steingrímur Þórhallsson
Ritningarlestur og ljóð: Kristín Guðmundsdóttir og Birna Hafstein
Hugvekja: Linda Bára Lýðsdóttir