Miðvikudaginn 30. apríl áttu fulltrúar frá Gleym mér ei og Sorgarmiðstöð fund með Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Á fundinum fengu bæði félög að kynna sitt starf en einnig að þakka sérstaklega fyrir breytingartillögu um frumvarp til laga varðandi sorgarleyfi. En með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022, með það að markmiði að styrkja frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum.
Þetta ræddu bæði félög einnig við velferðarnefnd Alþingis í mars síðastliðnum og má nálgast upplýsingar um nefndarálit hér – https://www.althingi.is/altext/156/s/0394.html
Við bindum miklar vonir við að þessi breytingartillaga verði samþykkt því það myndi gefa fólki rýmri tíma til sorgarúrvinnslu eftir missi.
