Opin samverustund: Upplifun feðra

Við hvetjum feður sem misst hafa barn sitt á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu að koma saman. Upplifun karla af slíkum missi getur verið annar en kvenna og mikilvægt er að ávarpa reynslu þeirra. Umræður verða leiddar af feðrum með reynslu af slíkum missi.

Um samverustundirnar
Gleymmérei styrktarfélag efnir til þematengdra samverustunda í Sorgarmiðstöðinni annan hvern fimmtudag í haust kl. 19.30-22.00. Hver stund er tileinkuð ákveðnum hópi foreldra sem misst hafa barn á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu, og er ætlað að bjóða fólki með svipaða reynslu að koma saman og fá stuðning frá hvort öðru í öruggu umhverfi.

Samverustundirnar byggja á aðferðum og reynslu úr stuðningshópastarfi Gleymmérei og Sorgarmiðstöðvarinnar.

Þemun eru valin út frá umræðum sem skapast hafa í stuðningshópastarfi og í jafningjastuðningi Gleymmérei, sem og eftirspurnum sem borist hafa félaginu.

Date

28 sep 2023
Expired!

Time

7:30 pm - 10:00 pm

More Info

Read More

Location

Sorgarmiðstöð, Hjartað, 4 hæð
Suðurgata 41
Website
https://sorgarmidstod.is
Category
QR Code