Minningarstund 2023

15. október er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi.

Af því tilefni hafa verið haldnar minningarstundir um land allt ár hvert.

15. október – Dagur til að minnast þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Víða um heim eru haldnar minningarstundir til að heiðra þeirra minningu.

Litirnir sem einkenna þennan dag eru ljósbleikur og ljósblár og eru það litirnir sem eru meðal annars í 15. október slaufunni.

Árið 1988 tileinkaði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti að októbermánuður yrði til að minnast þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Ronald Reagan og fyrri eiginkona hans, Jane Wyman, misstu þriðja barn sitt Christine Reagan árið 1947. Heimildum ber ekki saman um hvort stúlkan hafi fæðst andvana eða lifað í nokkrar klukkustundir.

Þann 15. október árið 2002 hófu Robyn Bear, Lisa Brown og Tammy Novak að vekja athygli á missi á meðgöngu og fengu þær í fyrstu 20 ríki Bandaríkjana til að festa í sessi 15. október sem minningardag. Í dag hafa öll ríki Bandaríkjana ásamt fleiri löndum um allan heim bæst í þennan hóp.

Tilgangurinn með því að halda minningarstundir 15. október hvert ár er til að styðja við foreldra og aðra aðstandendur í sorginni en jafnframt að skapa umfjöllun um málefnið sem áður fyrr virtist ekki mega ræða um.

Viðburð á Facebook: https://www.facebook.com/events/1258678372191642

Date

15 okt 2023
Expired!

Time

3:00 pm - 5:00 pm

Location

Kópavogskirkja
Hamraborg
Website
https://www.kopavogskirkja.is/
Category
QR Code