Handvinnuköld

Handavinnukvöld Gleymmérei fer fram 9. nóvember næstkomandi. Á dagskrá eru dásamlegu prjónuðu englateppin en Aníta Ýr hefur verið svo yndisleg að gefa okkur þá uppskrift. Eins höfum við nú bætt við fallegum hekluðum kanínum sem Anna Björg hefur einnig verið svo örlát að láta okkur fá – við þökkum þeim kærlega fyrir ❤
Við munum deila með ykkur þessum uppskriftum hér inná fyrir viðburðinn. Við viljum einnig benda á að viðburður þessi er ekki aðeins ætlaður syrgjendum heldur öllum þeim sem vilja láta gott af sér leiða og útbúa þessi fallegu handverk fyrir félagið. Eins er þetta ekki aðeins ætlað þeim sem eru atvinnu prjónarar eða heklarar heldur er öllum frjálst að mæta sem vilja læra og vera með ❤
Við sjáum fram á fallega kvöldstund saman og við hlökkum til að sjá sem flesta

Date

09 - 10 nóv 2023
Expired!

Time

7:30 pm - 9:45 pm

Location

Sorgarmiðstöð
Suðurgata 41
Website
https://sorgarmidstod.is
QR Code