Í síðustu viku fór fram þriðja umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi. Markmið breytingarinnar er að auka réttindi foreldra til sorgarleyfis. Frumvarpið var byggt á tillögum frá Gleym mér ei styrktarfélagi og Sorgarmiðstöðinni. Umræðan fór þannig að Alþingi samþykkti þetta frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi.
Fundur með félags- og húsnæðismálaráðherra
Miðvikudaginn 30. apríl áttu fulltrúar frá Gleym mér ei og Sorgarmiðstöð fund með Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Á fundinum fengu bæði félög að kynna sitt starf en einnig að þakka sérstaklega fyrir breytingartillögu um frumvarp til laga varðandi sorgarleyfi. En með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022, með það að markmiði að styrkja frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum.
Græðslan á sér stað í gegnum sameiginlega reynslu
„Þegar fólk var að hafa samband við Gleym mér ei til að spyrjast fyrir um hvaða stuðningur væri í boði fór fljótt að bera á því að margar ömmur stigu fram, minntust loksins á sinn missi og töluðu um að þær vildu óska þess að álíka stuðningur hefði verið fáanlegur á þeim tíma sem þær gengu í gegnum þessa reynslu. Þörfin var því greinilega mikil,“
Aðalfundur 2025
Aðalfundur Gleym mér ei styrktarfélags fer fram 27. febrúar næstkomandi. Fundurinn mun fara fram í Lífsgæðasetrinu á fjórðu hæð í sal sem heitir Hjartað. Lífsgæðasetrið er í Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og fundurinn mun hefjast klukkan 20:00.
Missir fyrir áratugum
Haustið 2023 héldum við fjórar opnar samverustundir. Ein af þessum stundum var fyrir fólk sem hafði misst á meðgöngu, eða fljótlega eftir fæðingu, fyrir mörgum árum síðan. Þarna komu einstaklingar …
Ljósmyndun
Við erum stoltar að tilkynna að við höfum tekið yfir ljósmyndun barna sem fæðast andvana eftir 22. viku meðgöngu á Landspítalanum.