Fræðsla og jafningjastuðningur í sorgarúrvinnslu

Gleym mér ei leggur mikið upp úr jafningjastuðningi í sorgarúrvinnslu, þ.e.a.s. að tryggja að foreldrar upplifi sig ekki eina í sorginni og fái stuðning og von frá þeim sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu.