Pabbi, stóra systir og mamma Eldars

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2025

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst og slegið var met í fjölda keppenda! Þetta hlaup er okkur, og öðrum styrktarfélögum, mikils virði enda hlaupa þúsundir manns til góðs þennan dag. Í ár hlupu yfir 200 hlauparar fyrir okkur og þakklætið til þeirra og til allra þeirra sem styrktu er gífurlegt.

Gréta Rut Bjarnadóttir, stjórnarkona Gleym mér ei, hljóp heilt maraþon fyrir félagið.
Kolbrún Eva Haraldsdóttir Gränz hljóp 10 km fyrir okkur í ár.

Í ár var met slegið í söfnun en það söfnuðust 15.669.053 krónur en síðan tvöfaldaði Center Hotels þá upphæð sem starfsmenn hótelsins söfnuðu og Minningarsjóður Gunnars Helga hljóp einnig fyrir félagið í ár. Heildarupphæð eftir þennan yndislega dag varð því 17.289.365 krónur. Með svona upphæð er hægt að halda rekstri félagsins gangandi og ráðast í margskonar verkefni sem stuðla að því að halda betur utan um fólk sem missir börnin sín á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir hana.

Það voru fjölmargir sem stóðu á hliðarlínunni í rokinu og hvöttu hlauparanna áfram!

Elsku öll – takk fyrir ykkur!