Á dögunum fórum við með fallegar hjartalyklakippur á kvennadeild Landspítalans. Lyklakippurnar eru hringlaga en í miðju hringsins er lítið hjarta sem hægt er að fjarlægja. Kippurnar þessar eru ætlaðar þeim konum sem missa á fyrsta þriðjung meðgöngunnar. Fólk ræður hvað gert er við hjartað en við höfum staðsett minningarker í duftreitnum í Fossvogskirkjugarði og er fólki frjálst að fara með hjörtun þangað. Fjórum sinnum á ári eru þau fóstur/börn sem fá ekki að dvelja hjá okkur lögð til hinstu hvílu í duftreitnum í Fossvogskirkjugarði. Móðir fær tilkynningu í Heilsuveru þegar búið er að jarðsetja og getur þannig verið viss um hvenær hægt sé að heimsækja reitinn. Þau sem kjósa þá leið að jarðsetja í duftreitnum geta þá farið með hjartað þangað.
Næsta skref er að fara með eins lyklakippur á spítalann á Akureyri og koma fyrir sambærilegu minningarkeri þar.
Steinunn Birna listakona hannaði og gerði fallega minningarkerið fyrir okkur. Við þökkum henni kærlega fyrir hennar framlag til fallega félagsins okkar.