Opin samverustund: Missir undir 12 vikna meðgöngu

Fjölmargir ganga í gegnum þá sáru reynslu að missa barn undir 12 vikum, stundum ítrekað eða eftir strangt ferli tæknifrjóvgunar. Foreldrar ganga í gegnum sorgarferli við slíkan missi, en mæta oft litlum skilningi og
viðurkenningu, enda er þessi missir nokkuð falinn í samfélaginu. Umræður verða leiddar af Þórunni Pálsdóttur og Hólmfríði Önnu Baldursdóttur, ásamt fólki með reynslu af slíkum missi.

Um samverustundirnar
Gleymmérei styrktarfélag efnir til þematengdra samverustunda í Sorgarmiðstöðinni annan hvern fimmtudag í haust kl. 19.30-22.00. Hver stund er tileinkuð ákveðnum hópi foreldra sem misst hafa barn á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu, og er ætlað að bjóða fólki með svipaða reynslu að koma saman og fá stuðning frá hvort öðru í öruggu umhverfi.

Samverustundirnar byggja á aðferðum og reynslu úr stuðningshópastarfi Gleymmérei og Sorgarmiðstöðvarinnar.

Þemun eru valin út frá umræðum sem skapast hafa í stuðningshópastarfi og í jafningjastuðningi Gleymmérei, sem og eftirspurnum sem borist hafa félaginu.

Date

15 nóv 2023
Expired!

Time

7:30 pm - 10:00 pm

More Info

Read More

Location

Sorgarmiðstöð, Hjartað, 4 hæð
Suðurgata 41
Website
https://sorgarmidstod.is
Category
QR Code