“Spörkin telja” er fræðsluefni um minnkaðar fósturhreyfingar sem Gleym-mér-ei stóð fyrir í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, Heilsugæsluna og Landspítalann með stuðningi frá Heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu.
Allar verðandi mæður fá bækling afhentan í mæðravernd þar sem fjallað er um hreyfingar barns á meðgöngu ásamt upplýsingum um hvernig hægt sé að stuðla að heilbrigðri meðgöngu. Einnig var gert myndband sem verðandi mæðrum er sýnt í mæðravernd.