Saga GME

Tilgangur

Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu.
GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. 

 

Stofnun GME 

Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af þeim Önnu Lísu Björnsdóttur, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla af missi á meðgöngu færði þær saman og með það að markmiði að vinna að því í sjálfboðastarfi að styðja betur við foreldra sem missa.
Úr varð að styrktarfélagið GME var stofnað á haustdögum 2013. Hefur félagið haft þann tilgang frá stofnun að halda utan um styrktarsjóð sem notaður verður til að styrkja ýmis verkefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. 
Félagið er rekið áfram af hugsjón þeirra sem hafa gengið í gegnum að missa og að vera stuðningur við þá aðstandendur sem verða fyrir missi.

 

Hlutverk GME er 

Að vera til staðar við missi 

Viðhalda minningum um lítil ljós 

Fræðsla og áframhaldandi stuðningur 

Sértæk verkefni 

Fyrirbyggjandi verkefni