Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er mikilvægur þáttur í fjáröflun okkar ár hvert og umræðan skiptir líka gríðarlegu máli. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Umræðan sem fer í gang ár hvert er gríðarlega mikilvæg og allur fjárhagslegur stuðningur er innilega vel þeginn.

Í ár ætlum við að safna fyrir minningarkössum og endurútgáfu á bækling sem afhendur er foreldrum sem missa á meðgöngu.

Í Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka undanfarin ár hafa fjölmargir hlaupið fyrir okkur og erum við hlaupurum og þeim sem styrktu þau mjög þakklát. Maraþonið er lang-mikilvægasta fjáröflunin í okkar starfi.

Hér er hægt að skrá sig til þess að hlaupa fyrir félagið:

www.rmi.is

Hér er hægt að heita á okkar hlaupara:

www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/913/gleym-mer-ei-styrktarfelag