Gleym mér ei gefur foreldrum sem missa börn á meðgöngu minningarkassa til þess að taka með sér heim.
Að missa barnið sitt á meðgöngu eða í/eftir fæðingu er eitt það erfiðasta sem foreldrar þurfa að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Tilhlökkunin og væntingarnar um það líf sem er í vændum eru brotnar. Sá tími sem fjölskyldan fær með barninu eftir fæðingu er dýrmætur og mikilvægt að skapa eins margar minningar og hægt er. Þessar minningar er hægt að varðveita um ókomin ár til minningar um það litla líf sem aldrei varð.
Til þess að panta minningarkassa er best að senda okkur tölvupóst á netfangið okkar gme@gme.is
Hver minningarkassi kostar um 25.000 krónur. Ef þú vilt styrkja félagið með því að kaupa minningarkassa eða gefa ákveðna upphæð uppí minningarkassa ert þú að gefa einni fjölskyldu tækifæri til að skapa minningar um barnið sitt.